Misskilningur?

Ef eg hef skilið tillögu formanns Landverndar rétt talar hann um atkvæðagreiðslu um hinar gömlu Kvíslarveitur en ekki um hina væntanlegu Norðlingaölduveitu. Hvað varðar ummæli forstjóra Lansdvirkjunar þess efnis að framkvæmd veitunnar sé að öllu leiti afturkræfar væri fróðlegt að fá upplýst hvað menn hyggjast gera við 12km löng jarðgöng sem grafin yrðu fyrir veituna, eftir að veitan hefði verið aflögð. Eins væri gaman að vita hve langan tíma myndi taka að greiða upp stofnkostnað háspennustrengs neðan frá Vatnsfellsvirkjun, dælubúnaðar og jarðganga en fáir vita að tökustaður vatnsins liggur mörgum metrum neðar en yfirborð Þórisvatns en þangað er ætlunin að dæla vatninu. Er það svo að verði veitan byggð og siðan aflögð eftir 10-15 ár verði búið að afskrifa allan kostnað veitunnar? Ef veitan yrði lögð af væri þá hugsanlega hægt að selja ferðamönnum ferðir í gegn um göngin í því skyni að veita þeim upplifun nútíma náttúruverndar í framhaldi af norðurljósa skoðun?. Hvað hefði Einar Ben sagt um þetta.? Kveðja Siggi Sigmunds.
mbl.is Þjóðin kjósi um Norðingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband